
Markvörðurinn Neto er genginn í raðir Arsenal á láni frá Bournemouth út þessa leiktíð. Má búast við að hann verði varaskeifa fyrir David Raya.
Mikel Arteta var í leit að varamarkverði eftir að Aaron Ramsdale fór til Southampton. Joan Garcia hjá Espanyol var orðaður við liðið en félögin náðu ekki samkomulagi.
Arsenal fer því þá lausn að fá hinns reynslumikla Neto í markið frá Bournemouth.
Bournemouth fékk sér einmitt nýjan markvörð. Kepa mætti á láni frá Chelsea og nú er alveg ljóst að hann verður aðalmarkvörður liðsins á þessari leiktíð.
Experience between the sticks 🧤
Welcome to The Arsenal, Neto 🇧🇷 pic.twitter.com/BLaNmNHyRB
— Arsenal (@Arsenal) August 30, 2024