
James Ward-Prowse er á óskalista Nottingham Forest og gæti gengið í raðir félagsins áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás annað kvöld.
Miðjumaðurinn gekk í raðir West Ham frá Southampton í fyrra og spilaði stóra rullu undir stjórn David Moyes. Hann virðist hins vegar ekki vera í áætlunum Julien Lopetegui, sem tók við í sumar.
Ward-Prowse gæti því farið annað, en hann hefur einnig verið orðaður við sitt fyrrum félag, Southampton.
🚨🌳 James Ward-Prowse, one of the names added to Nottingham Forest list for the final 24h of the window.
Nothing agreed/close yet but Forest are interested. West Ham yet to make any decision. pic.twitter.com/er5wT1cX8M
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2024