

Kieran Trippier er hættur í enska landsliðinu, hann tekur þessa ákvörðun eftir 54 landsleiki fyrir England.
Líklegt var að tækifærum Trippier færi að fækka og yngri menn kæmu inni.
Trippier hefur farið á síðustu fjögur stórmót með Englandi og er stoltur af ferlinum.
„Þetta er eitt af því sem ég er stoltastur af í lífinu,“ segir bakvörður Newcastle.
„Ég vil þakka Gareth Southgate og hans starfsliði sem ég vann með hjá Englandi og treysti alltaf á mig í gegnum árin.“
„Takk allir stuðningsmenn Englands fyrir magnaðan stuðning um allan heim.“
View this post on Instagram