Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, virkaði alls ekki ánægður með stjóra sinn Arne Slot eftir leik liðsins við Brentford í dag.
Ansi athyglisvert myndband var birt á samskiptamiðla í kvöld þar sem má sjá viðbrögð Trent á varamannabekknum.
Enski landsliðsmaðurinn var tekinn af velli á 72. mínútu en staðan var þá 2-0 fyrir Liverpool og lauk leiknum einnig með þeirri markatölu.
Slot virtist útskýra fyrir Trent ástæðuna fyrir skiptingunni en sá enski var langt frá því að vera sáttur.
Um er að ræða eina helstu stjörnu Liverpool en hann átti fínan leik í hægri bakverðinum.
Slot having to explain to Trent why he’s been taken off before the end.
Trent doesn’t look happy pic.twitter.com/GfhwbqgwLM
— Watch LFC (@Watch_LFC) August 25, 2024