

Það er útlit fyrir það að Manchester United muni ekki selja Jadon Sancho í þessum félagaskiptaglugga.
Frá þessu er greint í dag en bæði Paris Saint-Germain og Juventus voru að skoða möguleg kaup á enska vængmanninum.
Framtíð Sancho er í mikilli óvissu en hann var ekki með liðinu í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Fulham.
United er hins vegar talið vera opið fyrir því að lána Sancho og er Juventus mögulega hans næsti áfangastaður.
United gæti svo leyft Sancho að fara endanlega næsta sumar fyrir um 40 milljónir punda.