

Arnór Sigurðsson var hetja Blackburn í dag sem spilaði við Oxford United í næst efstu deild Englands.
Íslenski landsliðsmaðurinn kom inná sem varamaður á 76. mínútu er staðan var 1-1.
Leikið var á heimavelli Blackburn sem lenti undir í fyrri hálfleik en jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar.
Arnór nýtti tækifærið vel en aðeins sjö mínútum eftir innkomuna hafði hann skorað sigurmark Blackburn.
Blackburn er ósigrað eftir þrjá leiki og er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig.