

Barcelona er sterklega að íhuga það að selja varnarmanninn Andreas Christensen en frá þessu greinir AS á Spáni.
Christensen er á sínu þriðja tímabili með Barcelona en hann var áður á mála hjá Chelsea í efstu deild Englands.
Christensen spilaði 42 leiki fyrir Barcelona á síðasta tímabili og alls 32 leiki fyrir það – hann kom einnig við sögu í fyrsta deildarleik þessa tímabils.
Barcelona er þó í verulegum fjárhagsvandræðum og er Newcastle að horfa til Christensen sem er 28 ára gamall.
Barcelona telur sig geta fengið 30 milljónir punda fyrir danska landsliðsmanninn sem spilar sem miðvörður.