

Joao Felix verður kynntur sem leikmaður Chelsea í dag að sögn blaðamannsins virta Fabrizio Romano.
Felix kemur til Chelsea frá Atletico Madrid en hann hefur áður spilað með enska félaginu á lánssamningi.
Romano segir að búið sé að undirrita alla samninga og er klárt að tilkynna Portúgalann sem nýjan leikmann enska liðsins.
Armando Broja er að sama skapi að kveðja Chelsea en hann hefur náð samkomulagi við Ipswich.
Chelsea er einnig að losa sig við Belgann Romelu Lukaku sem er á leið til Napoli.