
Varnarmaðurinn Sepp van den Berg er á förum frá Liverpool til Brentford samkvæmt nýjustu fréttum.
Van den Berg gekk í raðir Liverpool frá PEC Zwolle árið 2019 en virðist ekki ætla að vinna sér inn sæti í liðinu á Anfield. Á tíma sínum þar hefur hann spilað fjóra leiki fyrir aðalliðið og verið lánaður út til Preston, Schalke og Mainz.
Brentford hefur lengi fylgst með hinum 22 ára gamla Van den Berg. Félagið mun líklega greiða um 20 milljónir punda fyrir hann og mun Hollendingurinn gera langtímasamning við Lundúnafélagið.
🚨 EXCL: Sepp van den Berg close to leaving Liverpool in permanent move. Set to achieve £20m+ valuation. Brentford strongly considering 22yo alongside likes of O’Shea / Ahmedhodzic. #BrentfordFC long-term admirers & solid relations with #LFC @TheAthleticFC https://t.co/kYAqX0jXdv
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 20, 2024