

Brentford 2 – 1 Crystal Palace
1-0 Bryan Mbuemo(’29)
1-1 Ethan Pinnock(’57, sjálfsmark)
2-1 Yoane Wissa(’76)
Brentford byrjar tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætti Crystal Palace í dag.
Ivan Toney var ekki með Brentford í viðureigninni en hann er talinn vera þeirra öflugasti sóknarmaður.
Það kom ekki að sök að þessu sinni en Bryan Mbuemo og Yoane Wissa tryggðu góðan heimasigur.
Toney er talinn vera á förum frá Brentford en hann var ekki valinn í leikmannahópinn í dag.