

Fiorentina hefur staðfest komu Alberts Guðmundssonar frá Genoa, kemur þessi íslenski landsliðsmaður á láni til að byrja með.
Fiorentina borgar 8 milljónir evra fyrir að fá Albert á láni en getur svo keypt hann næsta sumar fyrir 17 milljónir evra.
Albert var magnaður með Genoa á síðustu leiktíð en Inter Milan vildi kaupa Albert en gat ekki búið til pláss í bókhaldi sínu til að klára kaupin.
Albert hefur verið í tvö og hálft ár hjá Genoa en fær nú tækifæri hjá stærra félagi.
📸💜⚜️#forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/seKDSo09a4
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) August 16, 2024