Nýliðar Ipswich í ensku úrvalsdeildinni eru á barmi þess að fá Kalvin Phillips á láni frá Manchester City út þessa leiktíð.
Phillips er 28 ára gamall og hefr í læknisskoðun hjá Ipswich í dag.
Ipswich hefur farið hratt upp stigann síðustu ár og farið upp um tvær deildir á tveimur árum.
Phillips hefur upplifað tvö mjög erfið ár í boltanum, hann hefur lítið spilað hjá City og átti svo ömurlega tíma á láni hjá West Ham á seinni hluta síðasta tímabils.
Phillips mun halda sömu launum en City mun greiða hluta af þeim og Ipswich einhvern hluta.