Roberto de Zerbi þjálfari Marseille ætlar að verja Mason Greenwood út í rauðan dauðan en mun ekki gefa honum nein afslátt ef honum verður á í messunni.
Það vakti nokkra reiði í Marseille þegar De Zerbi sótti Greenwood frá Manchester United í sumar.
Ástæðan er ásakanir um gróft ofbeldi sem lögreglan í Manchester rannsakaði í heilt ár en felldi málið niður.
Borgarstjórinn í Marseille tók til máls og sagði að félagið ætti ekki að sækja leikmann með svona ásaknir á bakinu.
„Ég hef alltaf sagt það, þegar leikmaður er hjá mér þá er ég sá fyrsti sem negli honum upp við vegg ef hann gerir mistök,“ segir De Zerbi.
Hann segir þó að hann mun alltaf verja hann. „Ég mun hins vegar alltaf verja Greenwood út á við eins og son minn.“