Chelsea hefur eytt tæplega 4 milljörðum punda í nýja leikmenn frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð. Félagið hefur þar mikla yfirburði.
Roman Abramovich var aldrei feimin við að rífa upp veskið en Todd Boehly hefur keyrt eyðsluna enn betur í gang.
Manchester City er það félag sem kemst næst Chelsea en frá 2008 hefur City keypt mikið af leikmönnum.
Manchester United og Liverpool koma þar á eftir og Tottenham situr í fimmta sætinu.
Arsenal er svo í sjötta sæti en öll þessi félög hafa eytt yfir 2 milljörðum punda í leikmenn frá 1992.
Athygli vekur að Chelsea undir stjórn Todd Boehly kemst í tíunda sæti listans á rúmum tveimur árum sem er nokkuð afrek.