Ef Manchester United nær ekki að fá Manuel Ugarte frá PSG á næstu dögum mun félagið fara að skoða aðra kosti.
Duncan Castles blaðamaður í Englandi segir að nokkrir kostir séu á blaði hjá United og nefnir Martin Zubimendi, Joey Veerman, Adrien Rabiot og Sander Berge.
Rabiot getur komið frítt en samningur hans við Juventus er á enda.
Sander Berge er í liði Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni og þætti það nokkuð áhugavert ef United færi að eltast við norska landsliðsmanninn.
Ljóst er að United vill fá inn miðjumann en félagið þarf helst að losa sig við einhvern fyrst en Casemiro, Christian Eriksen og Scott McTominay eru allir tölu í sumar.
🚨 #mufc have started to look at alternatives to Manuel Ugarte. Martin Zubimendi, Joey Veerman, Adrien Rabiot and Sander Berge have all been subject to varying levels of interest from United. [@DuncanCastles] pic.twitter.com/7XJYP6FydO
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) August 1, 2024