fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

United fundar um framherjann stæðilega

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er farið að skoða þann möguleika að kaupa Ivan Toney frá Brentford í sumar. The Athletic segir frá.

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofu United í sumar og hafa Leny Yoro og Joshua Zirkzee þegar verið keyptir frá Lille og Bologna. Þá eru Matthijs de Ligt og fleiri sterklega orðaðir við félagið.

Þó svo að United hafi þegar fengið öflugan sóknarmann í Zirkzee er því nú haldið fram að félagið hafi rætt þann möguleika innan sinna raða að fá Toney.

Toney á aðeins ár eftir af samningi sínum við Brentford. Í síðustu viku var því haldið fram í götublaðinu The Sun að félagið hefði lækkað verðmiðann á honum þar sem ekkert félag hefði sýnt framherjanum alvöru áhuga í sumar.

Toney hefur einnig verið orðaður við Tottenham og West Ham, en nú virðist United íhuga að slást í kapphlaupið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham