Þriðji flokkur KR gerði afskaplega góða hluti í Portúgal fyrr í mánuðinum en keppt var á Ibercup mótinu sem fór fram í Estoril sem er nálægt höfuðborginni Lissabon.
KR-ingarnir ungu gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið en strákarnir höfðu betur gegn öflugu portúgölsku liði í úrslitum.
Ekki nóg með heldur vann KR alla leikina í riðlinum og fengu aðeins eitt mark á sig úr opnum leik.
Einn leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar lagði KR andstæðinga sína í 8-liða úrslitum og fór að lokum alla leið.
Jón Páll Leifsson var með í för í ferðinni og tók upp skemmtilegt myndband þar sem má sjá svipmyndir úr úrslitaleiknum.
Flottur árangur hjá efnilegum strákum en myndbandið má sjá hér.