Paris Saint-Germain hefur lagt fram risatilboð í tvo leikmenn Napoli, þá Khvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen. Það hljóðar upp á 200 milljónir evra samanlagt.
Það er ítalski miðillinn Corriere dello Sport sem heldur þessu fram, en báðir leikmenn hafa verið orðaðir frá Napoli í nokkurn tíma. Þeir áttu stórkostlegt tímabil 2022-2023 er Napoli varð Ítalíumeistari.
Samkvæmt fréttunum en Napoli til að leyfa Osimhen að fara fyrir rétt verð. Hann er með klásúlu í samningi sínum upp á 130 milljónir evra.
Það kemur hins vegar ekki til greina að selja Kvaratskhelia. Antonio Conte er tekinn við sem stjóri Napoli og sér Georgíumanninn sem algjöran lykilmann.