Phil Foden, stórstjarna Englands, viðurkennir að hann vorkenni landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate sem hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarið.
Southgate er undir pressu eftir slæma frammistöðu Englands á EM sem er þó komið í 8-liða úrslit mótsins.
Allur hitinn virðist beinast að Southgate en Foden segir að það sé óréttlátt að kenna aðeins þjálfaranum um spilamennskuna hingað til.
,,Ég vorkenni Gareth. Á æfingum hefur hann sagt okkur að pressa ofar á vellinum og stundum þá þarf þetta að koma frá leikmönnunum,“ sagði Foden.
,,Við þurfum að veta leiðtogarnir og í sumum leikjum hefðum við getað verið meira tengdir og fundið ráð gegn andstæðingnum.“
,,Við höfum rætt saman um þetta og ef við lendum í því sama þá getum við fundið ráð við því og pressað rétt.“