fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Högg í maga Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er farið að sýna Jarrad Branthwaite, miðverði Everton, áhuga. The Sun greinir frá þessu.

Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við nágranna City í United í allt sumar en Rauðu djöflarnir komast ekki nálægt verðmiða Everton.

Fyrsta tilboði United upp á 35 milljónir punda var hafnað samstundis en Everton vill allavega tvöfalda þá upphæð.

Getty Images

City gæti nýtt sér þessa stöðu og boðið í Branthwaite en samkvæmt nýjustu fréttum er Pep Guardiola mikill aðdáandi leikmannsins.

Everton hefur verið í vandræðum með að standast fjárhagsreglur, FFP, en liggur nú ekki eins mikið á að selja Branthwaite þar sem félagið aflaði 20 milljóna punda með sölum á Ben Godfrey til Atalanta og Lewis Dobbin til Aston Villa.

Þó svo að Everton þurfi að selja meira getur félagið tekið sér meiri tíma í viðræður um Branthwaite og heimtað hærri upphæð fyrir hann.

United er farið að skoða aðra kosti ef ekki tekst að fá Branthwaite og þar er Matthijs de Ligt hjá Bayern Munchen til að mynda nefndur til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar