fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

EM: England áfram eftir framlengdan leik – Ótrúlegur endir

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júní 2024 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England 2 – 1 Slóvakía
0-1 Ivan Schranz(’25)
1-1 Jude Bellingham(’90)
2-1 Harry Kane(’91)

Enska landsliðið var tveimur mínútum frá því að detta út á  EM í Þýskalandi eftir leik við Slóvakíu í 16-liða úrslitum í kvöld.

England var eins og áður á mótinu ekki sannfærandi og tókst að skapa sér mjög takmarkað af marktækifærum.

Ivan Schranz skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Slóvaka er 25 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik.

England var mun meira með boltann í seinni hálfleik og átti skot í stöng en vörn Slóvakíu hélt vel og örugglega mest allan tímann.

Á 95. mínútu skoraði Jude Bellingham hins vegar með bakfallspyrnu og tryggði þeim hvítklæddu framlengingu.

Í byrjun framlengingarinnar skoraði Harry Kane fyrir England sem reyndist nóg til að tryggja liðinu dramatískan 2-1 sigur og farseðilinn í 8-liða úrslit þar sem liðið mætir Sviss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu