Douglas Luiz gerir fimm ára samning við Juventus en hann skrifar undir til ársins 2029.
Þetta fullyrða margir miðlar og þar á meðal blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano sem sérhæfir sig í félagaskiptum.
Luiz er á mála hjá Aston Villa en hann hefur samþykkt að ganga í raðir ítalska stórliðsins og er kaupverðið klárt.
Samkvæmt Romano mun Luiz fara í læknisskoðun eftir helgi og mun í kjölfarið krota undir fimm ára samning.
Luiz er 26 ára gamall Brasilíumaður sem hefur spilað með Villa í fimm ár og var fyrir það hjá Manchester City.