fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Arnar Grétars: „Ekki vera lítill, vertu stór“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júní 2024 16:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta leggst mjög vel í mig. Við spiluðum á móti þeim í fyrra og lentum í brasi en liðið er á öðrum stað í dag og ég á von að þetta verði alvöru leikur.“

Þetta sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, við 433.is að loknum blaðamannafundi á Hlíðarenda í tilefni að leik liðsins við Víking í Bestu deild karla á þriðjudag. Víkingur er á toppi deildarinnar en Valur í þriðja sæti. 4 stig skilja liðin að.

video
play-sharp-fill

„Ef þú vilt vinna skiptir hvert einasta stig máli. Við erum að spila við ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þeir eru á toppnum og eiga fjögur stig á okkur. Við megum ekki hugsa um það að við megum ekki tapa leiknum. Við verðum bara að spila okkar leik og svo skoðum við hvernig það fer. Auðvitað yrðu það mikilvæg þrjú stig því þá er Víkingur ekki að fá þrjú stig á meðan,“ sagði Arnar.

„Við þurfum að þora að stíga upp, vera agressívir, keyra aðeins á þá. Það er fyrir mér lykilatriði í fótbolta. Ekki vera lítill, vertu stór. Við erum að mæta alvöru liði sem er búið að vinna mikið af titlum síðustu ár og þetta er kærkomið tækifæri til að máta okkur við þá.“

Ítarlegra viðtal við Arnar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar
Hide picture