Newcastle hefur staðfest komu Lloyd Kelly til félagsins, en skiptin ganga formlega í gegn 1. júlí.
Varnarmaðurinn kemur frá Bournemouth, þar sem samningur hans er að renna út. Hann kemur því á frjálsri sölu til Newcastle.
Samningur Kelly gildir til 2029 og þá er möguleiki á ári til viðbótar.
Kelly hafði verið hjá Bournemouth síðan 2019 og spilað 141 leik. Nú er hann mættur til Newcastle, sem hafnaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð.
✍️ We are delighted to announce that Lloyd Kelly will join the club on 1 July 2024.
Welcome to Newcastle United, Lloyd! 🙌 pic.twitter.com/aoX7ixnS32
— Newcastle United FC (@NUFC) June 13, 2024