Leicester City er án þjálfara eftir að Chelsea tók Enzo Maresca af þeim.
Guardian segir að Graham Potter sé efstur á óskalista félagsins en hann hefur verið án starfs í rúmt ár.
Potter gerði vel með Brighton en fann ekki taktinn hjá Chelsea og var rekinn úr starfi.
Leicester er aftur komið upp í ensku úrvalsdeildina og Potter er efstur á blaði sem arftaki Enzo Maresca.
Leicester er einnig að skoða Steve Cooper sem var rekinn frá Nottingham Forest á liðnu tímabili.