fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Hrafnkell botnar ekki í gagnrýni á Þorstein – „Bara gleymið því“

433
Laugardaginn 8. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Andri Már Eggertsson, Nablinn, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Íslenska kvennalandsliðið kom sér í ansi sterka stöðu í undankeppni EM með því að krækja í fjögur stig, jafntefli úti og sigur heima, gegn Austurríki.

„4 stig á móti Austurríki er bara brilliant og kemur okkur í frábæra stöðu upp á að fara á EM,“ sagði Andri.

Sigurleikurinn hér heima einkenndist af miklu roki en íslenska liðið gerði vel.

„Vindurinn var í stóru hlutverki en mér fannst stelpurnar samt gera vel í fyrri hálfleik á móti vindi. Þær náðu miklu meiri tökum á boltanum og komust fyrir aftan þá. Í seinni hálfleik voru algjörir yfirburðir og við áttum að skora fleiri mörk,“ sagði Hrafnkell.

video
play-sharp-fill

„Maður sá í öllum föstum leikatriðum að við kunnum þetta betur en þær,“ bætti hann við áður en Andri tók til máls á ný.

„Þetta er eitt af því sem Steini hefur gert vel með landsliðið, að nýta þessi föstu leikatriði og innköst.“

Hrafnkell segir að hann botni ekki í neikvæðri umræðu sem hefur verið um Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara.

„Mér finnst búin að vera mjög neikvæð umræða um þetta lið síðan Steini tók við og ég eiginlega skil það ekki. Þeir sem eru að horfa á þetta verða að átta sig á að við erum ekki með marga tæknilega góða leikmenn. Bara gleymið því. Við erum með mjög líkamlega sterkt lið, þokkalega sterkar til baka og með góða hafsenta. Svo erum við með Karólínu Leu og fljóta leikmenn fram á við. Við verðum að nýta okkar styrkleika og gera það vel.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Inter til í að skera United úr snörunni

Inter til í að skera United úr snörunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er landsliðshópurinn – Glódís snýr aftur

Svona er landsliðshópurinn – Glódís snýr aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United skellir þessum verðmiða á Rashford

United skellir þessum verðmiða á Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dramatík og glæsimörk í Akraneshöllinni – Sjáðu allt það helsta frá gærkvöldinu

Dramatík og glæsimörk í Akraneshöllinni – Sjáðu allt það helsta frá gærkvöldinu
433Sport
Í gær

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Í gær

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
Hide picture