Aston Villa er ekki eina félagið sem er á eftir Conor Gallagher, miðjumanni Chelsea.
Gallagher er fáanlegur fyrir um 50 milljónir punda en Villa er talið líklegasta félagið til að hreppa hann. Hefur félagið sett sig í samband við bæði Chelsea og fulltrúar leikmannsins.
Daily Mail segir hins vegar að Tottenham og Atletico Madrid hafi einnig augastað á miðjumanninum.
Gallagher spilaði stóra rullu í liði Chelsea á leiktíðinni og var oftar en ekki fyrirliði í fjarveru Reece James og Ben Chilwell. Hann á hins vegar ár eftir af samningi sínum og félagið þarf sennilega að selja hann til að standast fjárhagsreglur.
Til að vera innan ramma laganna þarf Chelsea að selja leikmenn og fá inn fjármagn fyrir 30. júní.