Neymar segir ekkert til í því að hann sé að yfirgefa Al-Hilal í sumarglugganum. Hann er ánægður hjá félaginu.
Brasilíumaðurinn, sem missti af nær öllu tímabilinu með Al-Hilal vegna krossbandslita, hefur verið orðaður við uppeldisfélag sitt, Santos í Brasilíu. Hann er hins vegar ekki á leið þangað.
„Þetta er kjaftæði. Ég á ár eftir af samningi mínum við Al-Hilal. Vonandi get ég átt frábært tímabil eftir meiðslin,“ segir Neymar.
Hann gekk í raðir Barcelona frá Santos á sínum tíma. Þaðan fór hann til PSG og elti svo peningana til Sadí í fyrra.
„Ég er stuðningsmaður Santos og vonandi fer ég þangað aftur einn daginn. En nú er öll einbeiting mín á Al-Hilal,“ segir Neymar enn fremur.