fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Verjandi Kolbeins telur áfrýjun ólíklega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. júní 2024 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elimar Hauksson, verjandi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar, sem fyrr í dag var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um kynferðisbrot gegn barni, segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart.

DV spurði Elimar hvort hann ætti von á því að ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Landsréttar:

„Í ljósi þess hvað niðurstaða dómsins var afdráttarlaus þá á ég síður von á áfrýjun. En það er auðvitað ákvörðun sem er í höndum embættis ríkissaksóknara, en miðað við fyrirliggjandi gögn og miðað við dóminn þá tel ég það ólíklegt,“ segir Elimar.

Elimar segir gögn málsins hafa kallað á sýknu. „Ég get ekki tjáð mig um málavexti þar sem um lokað þinghald er að ræða en eftir að dómurinn hefur verið birtur geta fjölmiðlar fjallað ítarlega um þá og það er jákvætt,“ segir hann ennfremur og segir skjólstæðing sinn vera varnarlausan gegn umfjöllun um mál sitt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum þar sem hann getur ekki borið hönd yfir höfuð sér, því ólöglegt er að tjá sig um lokað þinghald.

Saksóknari í málinu, Katrín Hilmarsdóttir, sagðist ekki geta tjáð sig um málið er DV leitaði eftir viðbrögðum, þar sem hún hefði ekki kynnt sér forsendur dómsins.

Þess má geta að dómurinn verður birtur á vefsíðu dómstólanna í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum