Það er ljóst að varnarmaðurinn efnilegi Giorgio Scalvini mun ekki spila með liði Ítalíu á EM í Þýskalandi í sumar.
Scalvini á að baki átta landsleiki fyrir Ítalíu en hann er leikmaður Atalanta og er aðeins 20 ára gamall.
Hann er talinn vera ein af vonarstjörnum ítalska landsliðsins og er lykilmaður í liði Atalanta í efstu deild.
Scalvini sleit krossband fyrir helgi og verður ekki klár í sumar en hann mun snúa aftur í janúar.
Þetta er áfall fyrir ítalska landsliðið sem og Atalanta sem verður án leikmannsins í byrjun næsta tímabils.