Kolbeini var gefið að sök að hafa brotið gegn stúlkunni í júní fyrir tveimur árum en hann neitaði sök. Samkvæmt því sem fram kemur á Vísi er stúlkan á yngsta grunnskólastigi.
Foreldri stúlkunnar hafði krafist þriggja milljóna króna í miskabætur. Henni var vísað frá dómi.
Kolbeinn á að baki 64 A-landsleiki. Hann spilaði síðast með Gautaborg í Svíþjóð en hann hefur einnig leikið fyrir lið eins og Ajax, Galatasaray og Nantes.