Lautaro Martinez mun ekki semja við annað félag í sumar en hann hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Inter Milan.
Þetta fullyrða margir ítalskir fjölmiðlar en um er að ræða einn besta sóknarmanninn í Serie A, efstu deildar Ítalíu.
Martinez hefur verið stórkostlegur fyrir Inter undanfarin fimm ár og samtals hefur hann skorað 129 mörk í 282 leikjum.
Argentínumaðurinn gerði 24 mörk í 33 deildarleikjum í vetur en hann er reglulega orðaður við önnur félög.
Hann hefur tekið ákvörðun um að framlengja samning sinn hjá Inter sem gildir til 2029 en núverandi samningurinn rennur út 2026.