Íslendingalið Venezia er komið upp í Serie A á Ítalíu en þetta varð ljóst eftir leik við Cremonese í kvöld.
Um var að ræða úrslitaleik um að komast upp í efstu deild en seinni leikurinn fór fram á heimavelli Venezia.
Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en Venezia vann seinni leikinn 1-0 á heimavelli.
Bjarki Steinn Bjarkason var í byrjunarliði Venezia í leiknum og spilaði 80 mínútur en eina markið var skorað á 24. mínútu.
Mikael Egill Ellertsson er einnig á mála hjá Venezia en hann var ónotaður varamaður í viðureigninni.