Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, skemmti sér konunglega ásamt stuðningsmönnum Borussia Dortmund í gær.
Carragher er sparkspekingur hjá Sky Sports í dag en hann hélt svo sannarlega með Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Því miður fyrir Carragher þá tapaði Dortmund þessum leik en Real hafði betur með tveimur mörkum gegn engu.
Englendingurinn sást skemmta sér með stuðningsmönnum Dortmund fyrir upphafsflautið en leikurinn fór fram á Wembley.
Skemmtilegar myndir af þessu má sjá hér.