Það gæti komið mörgum á óvart að heyra af því að Roma sé að leitast eftir því að losna við framherjann Tammy Abraham.
Frá þessu greinir Sky Sports en Abraham hefur undanfarin þrjú tímabil spilað með Roma í efstu deild á Ítalíu.
Roma er orðið þreytt á þrálátum meiðslum framherjans sem spilaði aðeins 12 leiki í öllum keppnum í vetur og skoraði eitt mark.
Tímabilið fyrir það lék framherjinn 54 leiki og skoraði níu mörk en hans besta tímabil var 2021-2022 er hann skoraði heil 27 mörk í 53 leikjum.
Samkvæmt Sky ætlar Roma að reyna að losna við Abraham í sumar en hann er fyrrum leikmaður Chelsea og á að baki 11 enska landsleiki.