Lyon, Marseille og Besiktas ætla öll að bjóða Anthony Martial framherja Manchester United samning á næstu dögum.
Sky Sports segir frá en Martial verður samningslaus þann 1 júlí og fer frítt frá United.
Martial hefur átt ágætis spretti hjá United en ekki náð að finna stöðugleika í sínum leik.
Þá segir Sky Sports að lið í Sádí Arabíu og MLS deildinni ætli að bjóða honum samning.
Martial er franskur sóknarmaður sem fór vel af stað hjá United en síðan hallaði undan fæti.