Það er mikið undir á Kópavogsvelli á morgun þegar topplið Bestu deildar karla, Breiðablik og Víkingur, eigast við.
Það hefur mikill hiti verið milli þessara liða undanfarin ár og kórónaðis það í leiknum á Kópavogsvelli í fyrra, þegar allt sauð upp úr eftir leik.
Víkingur er á toppi deildarinnar með 21 stig og er Breiðablik í öðru sæti með 18 stig. Blikar fara á toppinn á markatölu með sigri á morgun.
Hér að neðan má sjá nokkra tölfræði í aðdraganda leiksins annað kvöld.
Breiðablik hefur skorað flest mörk (21) í deildinni.
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) hefur búið til næstflest hættuleg færi (5) í deildinni.
Víkingur er með næstflest mörk (19) í deildinni.
Ekkert lið hefur oftar haldið hreinu en Víkingur (4).
Víkingur hefur fengið fæst mörk á sig (7) í deildinni.
Innbyrðisviðureignir
Sigrar Breiðabliks: 12
Sigrar Víkings: 11
Jafntefli: 5