Kaveh Solhekol ritstjóri Sky Spors segir að Erik ten Hag verði aðeins rekinn frá Manchester United ef betri kostur er í boði.
Forráðamenn United eru að ræða við aðra þjálfara og ef þeir telja sig hafa betri kost en þann hollenska, þá verði hann rekinn.
„Þetta eru þær upplýsingar sem ég fæ frá Manchester United að Ten Hag fari bara ef þeir finni betri mann. Þeir eru að fara yfir tímabilið núna,“ segir Solhekol.
„Ten Hag hefur þurft að leysa mörg vandamál hjá United en hann hefur gert ágætt starf. Það hafa verið mistök og slæm úrslit.“
Ten Hag gerði United að bikarmeisturum um helgina en miðað við fréttir dagsins mun það engu breyta, líklegast er að hann verði rekinn á næstu dögum.