Það voru tvær markaveislur í boði í Bestu deild karla í dag en tveir leikir voru spilaðir klukkan 17:00.
Breiðablik lenti undir gegn Fram þar sem Guðmundur Magnússon gerði fyrsta mark viðureignarinnar.
Blikar áttu þó eftir að skora fjögur mörk á móti en Ísak Snær Þorvaldsson var á meðal markaskorara og þá gerði Viktor Karl Einarsson tvennu.
Stjarnan var í miklu stuði á sama tíma gegn KA og fór illa með Akureyringa sem sáu aldrei til sólar.
Stjarnan vann sannfærandi 5-0 heimasigur í Garðabæ og lyfti sér upp í fjórða sæti deildarinnar.
Fram 1 – 4 Breiðablik
1-0 Guðmundur Magnússon(’15)
1-1 Viktor Karl Einarsson(’20)
1-2 Aron Bjarnason(’73)
1-3 Viktor Karl Einarsson(’83)
1-4 Ísak Snær Þorvaldsson(’85)
Stjarnan 5 – 0 KA
1-0 Örvar Eggertsson(’13)
2-0 Emil Atlason(’11)
3-0 Emil Atlason(’48)
4-0 Helgi Fróði Ingason(’74)
5-0 Róbert Frosti Þorkelsson(’77)