Samband Xavi og forseta Barcelona, Joan Laporta, er sagt vera skelfilegt en frá þessu greinir spænski miðillinn Cope.
Cope segir að Xavi hafi verið boðaður á fund með forsetanum eftir að hafa fengið skilaboð í gegnum WhatsApp.
Xavi reyndi að ná í Laporta í gegnum WhatsApp eftir þau skilaboð en forsetinn ákvað að hundsa skilaboðin.
Xavi óttaðist það versta fyrir fundinn en eftir að hafa mætt var honum tjáð að hann yrði látinn fara.
Vinnubrögð Laporta hafa verið harðlega gagnrýnd og er Xavi sjálfur virkilega ósáttur með hans framkomu.