Það er ljóst að Barcelona mun vinna með Hansi Flick á næsta tímabili en hann tekur við liðinu af Xavi.
Barcelona hefur tekið ákvörðun um að reka Xavi en hann hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú ár.
Xavi náði ágætis árangri með Barcelona á sínum tíma þar en hann er einnig fyrrum leikmaður liðsins og goðsögn á meðal stuðningsmanna.
Það mun kosta Barcelona allt að 15 milljónir evra að reka Xavi og hans starfsfólk en samningur hans gildir út 2025.
AS segir að Barcelona þurfi að borga Xavi háa upphæð vegna brottrekstursins sem eru slæmar fréttir fyrir félagið sem er sjálft í miklum fjárhagsvandræðum.