Valur 2 – 2 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson(’28)
1-1 Orri Sigurður Ómarsson(’45)
2-1 Jónatan Ingi Jónsson(’63)
2-2 Úlfur Ágúst Björnsson(’75)
Það fór fram fjörugur leikur í Bestu deild karla í kvöld er Valur og FH áttust við á N1 vellinum á Hlíðarenda.
FH-ingar stóðu vel í Valsmönnum í lokaleik kvöldsins og má segja að þeir hafi jafnvel verið betri aðilinn í leiknum.
Þessum leik lauk hins vegar með 2-2 jafntefli sem þýðir að Valur er með 15 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir átta leiki.
FH hefur ekki unnið í þremur síðustu leikjum sínum eftir töp gegn KR og Víkingum.
Það var Úlfur Ágúst Björnsson sem sá um að tryggja FH stig í leiknum en Valsmenn voru án Gylfa Þórs Sigurðssonar sem er að glíma við meiðsli.