Luciano Spalleti, landsliðsþjálfari Ítala, hefur opinberað 30 manna hóp sinn sem verður svo skorinn niður um fjóra fyrir EM í sumar.
Ítalía er ríkjandi Evrópumeistari en athygli vekur að aðeins tíu leikmenn eru úr hópnum sem vann fyrir þremur árum í honum nú.
Stærstu tíðindin eru þau að Manuel Locatelli, leikmaður Juventus er ekki með. Kom það mörgum á óvart.
EM er spilað frá 12. júní til 12. júlí en hér að neðan er ítalski hópurinn.