Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason leikmenn Eupen í Belgíu eru meiddir og eru ekki í landsliðshópi Íslands sem mætir Englandi og Hollandi í æfingaleikjum í júní.
Guðlaugur og Alfreð féllu með liðinu sínu úr úrvalsdeildinin í Belgíu á dögunum.
Hjörtur Hermannsson sem hefur verið í nokkru stóru hlutverki hjá Age Hareide er einnig meiddur.
„Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason eru meiddir, ég talaði við Hjört í morgun og hann er enn meiddur,“ sagði Hareide.