Jón Daði Böðvarsson er á förum frá Bolton, en samningur kappans er að renna út. Hann staðfestir þetta sjálfur.
Hinn 31 árs gamli Jón Daði hefur verið hjá Bolton í tvö ár við góðan orðstýr. Nú rær hann á önnur mið.
Jón Daði hefur einnig spilað fyrir lið á borð við Wolves og Reading en það er spurning hvað hann tekur sér fyrir hendur næst.
Framherjinn á að baki 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Bolton mistókst að komast upp úr ensku C-deildinni á þessari leiktíð. Liðið tapaði í úrslitaleik umspilsins.
„Mér leið mjög vel hér og verð alltaf þakklátur fyrir þennan tíma,“ skrifar Jón Daði meðal annars í kveðju til stuðningsmanna Bolton, en hana má sjá hér að neðan.
@OfficialBWFC 🤍 pic.twitter.com/jU98rIAN5u
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) May 22, 2024