Enskir fjölmiðlar fjalla í dag um það að Mauricio Pochettino vilji starfið hjá Manchester United. Líklegt er að það verði laust eftir helgi.
Pochettino var rekinn frá Chelsea í gær vegna ósættis um það hvaða stefnu félagið ætti að taka. Hann vildi meiri völd.
Erik ten Hag er mjög valtur í sessi hjá United en liðið leikur til úrslita í enska bikarnum um helgina. Eftir það verður tekin ákvörðun um framtíð hans.
Pochettino kom til greina hjá United fyrir tveimur árum þegar Ten Hag var rekinn, þá vildi Sir Alex Ferguson ráða Pochettino til starfa.
Meirihluti var hins vegar fyrir því að fara frekar í Ten Hag sem byrjaði vel en síðan hafa hlutirnir súrnað hratt hjá honum.