The Independent birtir ansi athyglisverða frétt í dag en miðillinn fjallar þar um markmið Arsenal í sumarglugganum.
Independent segir að Arsenal horfi á tvo framherja fyrir næsta tímabil en einn af þeim er Alexander Isak.
Nafn Isak kemur ekki á óvart en hann stóð sig virkilega vel með Newcastle á þessu tímabili.
Hitt nafnið kemur þó heldur betur á óvart en það er Brian Brobbey sem er á mála hjá Ajax í Hollandi.
Brobbey hefur áður verið orðaður við Manchester United en hann er 22 ára gamall og hefur skorað 22 mörk í 42 leikjum á tímabilinu.
Brobbey leikur með Íslendingi hjá Ajax en Kristian Nökkvi Hlynsson er á mála hjá félaginu og fékk mikið að spila í vetur.
Stuðningsmenn Arsenal hafa tjáð sig um mögulega komu Brobbey og voru duglegir að tjá sig á samskiptamiðlinum X.
,,Hver er þetta? Er ég einn um það að hafa aldrei heyrt um þennan gaur?“ skrifar einn um Brobbey.
Annar bætir við: ,,Hann getur ekki verið verri en Gabriel Jesus, burt með hann og inn með BB!“