Harry Maguire, leikmaður Manchester United, vill losna við VAR eins og það er í dag en möguleiki er á að kerfinu verði breytt mikið fyrir næsta tímabil.
Maguire vill ekki losna algjörlega við VAR en vill að dómarar notist aðeins við tæknina þegar kemur að rangstöðu.
Dómarar á Englandi hafa ekki verið á sömu vegalengd allt tímabilið en það er erfitt að deila um hvort leikmaður sé rangstæður eða ekki.
Maguire virðist ekki vera mikill aðdáandi VAR og vonast til að reglunum verði aðeins breytt fyrir næsta vetur.
,,Persónulega þá myndi ég halda VAR en þá bara fyrir rangstöðuna. Ég myndi taka allt út sem tengist skoðun einhvers,“ sagði Maguire.
,,Það er erfitt að tapa leik þegar leikmaður er þremur metrum fyrir innan, allir gera mistök og líka línuverðir svo ég myndi halda VAR fyrir það.“