Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals er byrjaður að stýra útvarpsþætti á FM957 alla fimmtudaga þar sem hann, Gústi B og Patrik Snær Atlason ræða allt það sem skiptir máli í lífi þeirra.
Adam er litríkur karakter en Gústi og Prettyboitjokko saumuðu að honum í upphafi þáttar sem var í gær.
„Við hringdum í þig í fyrradag, vorum á Spírunni og vildum fá þig. Þú sagðist vera að borða með Gylfa Sig,“ sagði Gústi B við Adam.
Þeir félagar héldu áfram að skjóta á Adam en hann og Gylfi Þór Sigurðsson leika saman hjá Val, Adam gaf eftir númerið á treyju sinni þegar Gylfi samdi við Val.
„Ég er bara með þér út af frægð,“ sagði Adam við Prettyboitjokko.
„Gylfi er kóngurinn. Við erum liðsfélagar, þetta er geitin væntanlega gef ég honum númerið,“ sagði Adam léttur.
Prettyboitjokko svaraði fyrir sig og sagðist sjá í gegnum þetta. „Það sjá allir í gegnum, sleikju orku að gefa honum númerið þitt.“