fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Spurður út í framtíð Guardiola hjá City – Segir fólk í kringum sig halda þetta

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Ornstein, einn virtasti blaðamaður Bretlands, leyfði lesendum The Athletic að spyrja sig spjörunum úr nýlega og fékk hann þá meðal annars spurningu um Pep Guardiola og framtíð hans hjá Manchester City.

Guardiola hefur náð ótrúlegum árangri með City frá því hann tók við 2016, unnið ensku úrvalsdeildina fimm sinnum og í fyrra vann hann þrennuna, til að mynda.

Samningur Spánverjans rennur út eftir næstu leiktíð.

„Ég held það sé ekki búið að taka ákvörðun. Guardiola á það til að bíða fram á síðustu stundu með að skrifa undir nýjan samning,“ segir Ornstein.

„Tilfinningin í bransanum er sú að hann hætti sumarið 2025. Eins og er hef ég samt ekkert til að styðja við þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City gengur burt frá samningaborðinu

City gengur burt frá samningaborðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Freista þess að ráða Conte óvænt á nýjan leik

Freista þess að ráða Conte óvænt á nýjan leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar